mán. 29. ágú. 2016 08:42
FH-ingar eru á toppnum.
Meistararnir þokast nær

Íslandsmeistarar FH tóku í gær risaskref í átt að Íslandsmeistaratitlinum í knattspyrnu karla. FH sótti Víking Ólafsvík heim og sigraði 2:0. Þessi sigur þýðir að FH hefur náð sjö stiga forystu á toppi deildarinnar þegar einungis fimm umferðir eru eftir og erfitt er að sjá annað en að Hafnfirðingar landi áttunda Íslandsmeistaratitlinum á síðustu 12 árum.

Væri íslensk knattspyrna kennd sem skyldufag í framhaldsskólum landsins eru góðar líkur að einn kaflinn fjallaði sérstaklega um Atla Viðar Björnsson og mikilvægi þess að gleyma honum ekki á fjærstöng. Ólsarar hafa væntanlega hringt sig inn veika í þessari kennslustund, því að Atli Viðar skoraði fyrsta mark leiksins rétt undir lok fyrri hálfleiks og viti menn, hann gerði það á fjærstöng.

Hornspyrna Jonathan Hendrickx var mjög góð en að sama skapi var það afskaplega klaufalegt hjá markverði og varnarmönnum Víkinga að leyfa boltanum að fara í gegnum teiginn og enda á umræddum Atla Viðari.

Nánar er fjallað um leik FH og Víkings Ó. í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

til baka