þri. 27. sept. 2016 07:10
Aron Einar Gunnarsson vonast til að geta spilað en Kolbeinn Sigþórsson missir nær örugglega af næstu landsleikjum.
Aron vongóður en Kolbeinn úr leik

Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson er vongóður um að ná landsleikjunum á móti Finnum og Tyrkjum í undankeppni HM á Laugardalsvellinum 6. og 9. október en Kolbeinn Sigþórsson verður að öllu óbreyttu ekki með í þeim leikjum.

Aron Einar lék ekki með Cardiff um nýliðna helgi vegna meiðsla og verður heldur ekki með í kvöld þegar lið hans tekur á móti Derby.

„Ég er búinn að vera meiddur frá því í leiknum á móti Leeds. Það er tognun í vöðvafestingunni í kálfanum en ég byrja að hlaupa í vikunni og er jákvæður fyrir því að ná landsleikjunum,“ sagði Aron Einar við Morgunblaðið í gær.

Kolbeinn fór í aðgerð á hné í byrjun september og er ekki kominn af stað eftir hana, en reiknað var með þriggja til fjögurra vikna fjarveru.

til baka