fim. 29. sept. 2016 09:52
Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.
80 eigendur að einni jörð

Sextíu og tvær jarðir á Íslandi eru að öllu leyti í eigu aðila með lögheimili skráð erlendis og 322 jarðir eru að hluta til í eigu aðila með erlent lögheimili.

Þetta kemur fram í svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við skriflegri fyrirspurn frá Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, þingmanni Framsóknarflokksins. Sá fyrirvari kemur fram í svarinu að eigandi eignar með lögheimili erlendis geti haft íslenskt ríkisfang. Eins geti eigandi eignar með lögheimili á Íslandi haft erlent ríkisfang.

Þingmaðurinn spurði einnig að því hversu margir eigendur væri að þeirri jörð á Íslandi sem hefði flesta eigendur en samkvæmt svarinu eru 80 eigendur að þeirri jörð sem það á við um. Sömuleiðis var spurt að því hversu margar jarðir hefðu tíu eða fleiri eigendur en samkvæmt svarinu er þar um að ræða 250 jarðir. Bent er á að dánarbú geti verið eigendi jarðar og telst eigendinn þá einn óháð fjölda erfingja.

til baka