sun. 15. jan. 2017 21:30
Jose Guilherme de Toledo er besti leikmađur Brassa.
Hvíta-Rússland og Brasilía međ sigra

Brasilía og Hvíta-Rússland unnu síđustu leiki kvöldsins á HM karla í handbolta. Brassar unnu verđandi lćrisveina Dags Sigurđssonar í Japan, 27:24, og Hvít-Rússar höfđu betur gegn Sádi-Arabíu, 29:26. 

Leikur Sádi-Araba og Hvít-Rússa var jafnari en flestir bjuggust viđ og var stađan 26:25 Hvít-Rússum í vil skömmu fyrir leikslok. Austur-Evrópuţjóđin var sterkari undir lokin og tryggđi sér stigin tvö, ţeirra fyrstu á mótinu. Sádi-Arabar eru stigalausir á botni C-riđils. 

Brasilíumenn og Japanar léku jafnan og spennandi leik á sama tíma. Brassarnir voru međ forskot allan leikinn, ţó ađ ţađ hafi veriđ naumt tókst ţeim ađ halda ţví út leikinn. 

Brasilía er međ fjögur stig eftir tvo leiki en Japanar eru án stiga. 

til baka