sun. 15. jan. 2017 21:47
Cristiano Ronaldo gat ekki komið í veg fyrir tap í kvöld.
Loksins tapaði Real

Real Madrid þurfti að sætta sig við 2:1 tap gegn Sevilla í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu í dag. 

Fyrir leikinn hafði Real ekki tapað í 40 leikjum í röð, sem er nýtt met hjá spænsku félagi. Real komst samt sem áður yfir í leiknum, með marki Cristiano Ronaldo úr vítaspyrnu á 67. mínútu.

Sevilla-menn voru ekki á því að gefast upp því þeir sneru leiknum sér í vil á síðustu fimm mínútunum. Fyrst skoraði fyrrum leikmaður Sevilla, Sergio Ramos, í eigið mark áður en Stevan Jovetić skoraði með skoti utan teigs í uppbótartíma og þar við sat.

til baka