mán. 16. jan. 2017 00:19
Mesut Özil með boltann í leik Arsenal og Swansea um helgina.
Özil bestur í fimmta skipti

Mesut Özil, miðjumaður Arsenal, hefur verið kjörinn besti knattspyrnumaður Þýskalands árið 2016 og er þetta í fimmta skipti sem hann hlýtur þessa viðurkenningu.

Özil fékk 54,5 prósent atkvæða og sigraði með yfirburðum en Toni Kroos kom næstur með 33,9 prósent og Jonas Hector varð þriðji með 4 prósent.

Özil var lykilmaður hjá Þjóðverjum sem komust í undanúrslit Evrópumótsins í Frakklandi í sumar en biðu þar lægri hlut fyrir Frökkum.

Hann hlaut áður þessa viðurkennngu árin 2011, 2012, 2013 og 2015.

til baka