mán. 16. jan. 2017 10:30
Ólafur Guðmundsson kominn í dauðafæri í leiknum við Túnis í gær.
Ekki færri mörk í 27 ár

Íslenska landsliðið í handknattleik karla hefur skorað 68 mörk í þremur fyrstu leikjum sínum á HM í Frakklandi. Íslenskt landslið hefur ekki skorað færri mörk í þremur fyrstu leikjum sínum á HM síðan 1990. Þá skoraði liðið 65 mörk í þremur fyrstu leikjum sínum, einnig fjórum árum áður.

Flest mörk skoraði landsliðið í þremur fyrstu leikjum sínum á HM 2003, 114, þar af 55 í einum leik. Fæst mörk skoraði landsliðið í þremur fyrstu leikjum sínum á HM 1964, 40. Síðan hefur handknattleikurinn breyst mikið.

til baka