sun. 22. jan. 2017 20:15
Húsið hefur gengið undir nafninu Eymdin.
Einbýlishús alelda á Stokkseyri

Brunavarnir Árnessýslu fengu í kvöld tilkynningu um alelda einbýlishús á Stokkseyri. Starfseiningar frá Selfossi og Þorlákshöfn voru kallaðar á staðinn. Ekki eru taldar líkur á að neinn hafi verið innandyra, en enginn býr í húsinu. Pétur Pétursson slökkviliðsstjóri segir mikla hrunhættu vera og að enginn slökkviliðsmaður hafi farið inn í húsið.

Pétur segir að slökkvilið vinni nú að ytra slökkvistarfi, en margir menn sprauti vatni á eldinn og þá sé körfubíll notaður við aðgerðina.

„Það eru engar upplýsingar um að neinn væri í húsinu,“ segir Pétur og bætir við að gengið sé út frá því að enginn sé innandyra. Segir hann að vegna hrunhættu sé ekki talið öruggt fyrir slökkviliðsmenn að fara inn í húsið.

til baka