ţri. 21. feb. 2017 13:23
Séđ og heyrt kom síđast út í desember.
Séđ og heyrt og Nýtt líf snúa aftur

Útgáfufélagiđ Pressan tók formlega viđ eignarhaldi á Birtíngi útgáfufélagi í dag. Á hluthafafundi var ný stjórn Birtíngs kjörin og í henni sitja Björn Ingi Hrafnsson stjórnarformađur, Matthías Björnsson og Sigurvin Ólafsson. Karl Steinar Óskarsson verđur áfram framkvćmdastjóri Birtíngs.

Ţetta kemur fram í tilkynningu frá Pressunni.

Á fundi međ starfsmönnum Birtíngs kynntu forsvarsmenn Pressunnar sýn sína á möguleika tímarita Birtíngs og var samdóma álit fundarmanna ađ miklir möguleikar felist í sókn međ nýrri tćkni á netinu og á samskiptamiđlum, auk hefđbundinnar útgáfu tímaritanna.

Fyrri frétt mbl.is: Björn Ingi fćr ađ kaupa Birtíng

Fram kom í máli Björns Inga Hrafnssonar, nýs útgefanda Birtíngs, ađ gert er ráđ fyrir ađ Séđ og heyrt og Nýtt líf hefji fljótlega göngu sína ađ nýju, en bćđi tímaritin hafa veriđ í útgáfuhléi frá áramótum. Á nćstunni verđi kynntar margvíslegar ađgerđir til ađ sćkja fram í útgáfu á vegum samstćđunnar, en Pressan og einstök dótturfélög hennar gefa nú út tćplega ţrjátíu fjölmiđla hér á landi.

Pressan er nú eigandi alls hlutafjár í Birtíngi, en fyrrverandi hluthafar í félaginu, ţeir Hreinn Loftsson, Matthías Björnsson og Karl Steinar Óskarsson, bćtast í hluthafahóp Pressunnar. Framkvćmdastjóri Pressunnar er Arnar Ćgisson.

til baka