lau. 25. feb. 2017 14:26
Mallik Wilks og félagar hans hjá Leeds United unnu mikilvægan sigur gegn Sheffield Wednesday í dag.
Leeds United færist nær umspilinu

Leeds United styrkti stöðu sína í baráttu sinni um sæti í umspili um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla með mikilvægum 1:0-sigri sínum gegn Sheffield Wednesday í ensku B-deildinni í hádeginu í dag. 

Það var Chris Wood sem tryggði Leeds United sigurinn með marki sínu á 24. mínútu leiksins. Leeds United er í fjórða sæti deildarinnar með 61 stig eftir þennan sigur.

Sheffield Wednesday er aftur á móti í sjötta sæti deildarinnar með 58 stig, en sjötta sætið er síðasta sætið sem veitir þátttökurétt í umspili um eitt laust sæti í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.

Ragnar Sigurðsson og félagar hans hjá Fulham eru síðan í sjöunda sæti deildarinnar með 52 stig og eru því sex stigum frá sæti í umspilinu um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni á næsta keppnistímabili.

Fulham á tvo leiki til góða á Sheffield Wednesday, en Fulham mætir Aroni Einari Gunnarssyni og félögum hans hjá Cardiff City sem er í 12. sæti deildarinnar með 45 stig klukkan 15.00 í dag. 

til baka