mán. 27. mars 2017 17:45
Mario Gomez og Thomas Müller fagna í gær.
Þjóðverjar ekki tapað í 16 ár

Þjóðverjar, ríkjandi heimsmeistarar í knattspyrnu, hafa átt mögnuðu gengi að fagna á knattspyrnuvellinum og 4:1-sigur þeirra á Aserbaídsjan í undankeppni HM í gær undirstrikar það.

Þetta var raunar 28. leikurinn í röð í undankeppni HM þar sem þýska liðið tapar ekki. Þjóðverjar hafa unnið 23 af þeim og gert 5 jafntefli, en sigurinn í gær var jafnframt sá 11. í röð. 16 ár eru liðin síðan þeir töpuðu síðast í undankeppninni.

Það var árið 2001, þegar Englendingar tóku þá í bakaríið og unnu 5:1. En það virðist heldur betur hafa kveikt í þeim þýsku eins og tölfræðin eftir þann leik sýnir.

til baka