mán. 29. maí 2017 08:10
Hilmar Árni Halldórsson með boltann í leiknum gegn Fjölni.
Stjörnumenn eru á mikilli siglingu

Stjarnan byrjaði betur gegn Fjölni á Extra-vellinum í Grafarvogi í gærkvöldi þegar liðin mættust í fimmtu umferð Pepsi-deildar karla.

Eftir aðeins fimm mínútna leik kom Guðjón Baldvinsson liðinu yfir eftir stoðsendingu frá Jósef Kristni. Jósef átti heldur betur eftir að koma meira við sögu í leiknum.

Fjölnismenn voru ekki jafngrimmir og Stjörnumenn. Þeir sköpuðu sér þó talsvert af hálffærum en gekk illa að skapa sér hættuleg marktækifæri. Framlína Stjörnunnar var sterk og ógnaði marki Fjölnis endurtekið í fyrri hálfleik.

Í seinni hálfleik var jafnræði með liðunum þar til Hólmbert Aron Friðjónsson kláraði leikinn með tveimur mörkum á skömmum tíma. Bæði mörkin komu eftir stoðsendingar frá Jósef sem þannig lagði upp öll mörk liðsins. Fjölnismenn klóruðu í bakkann þegar um stundarfjórðungur var eftir af leiknum. Þá þyngdist sókn þeirra og freistuðu þeir þess að jafna leikinn en vörn Stjörnunnar stóðst áhlaupin ágætlega.

Sjá allt um leikina í Pepsi-deild karla íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

til baka