fös. 21. júlí 2017 16:38
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Endaði á einu undir pari og þarf að bíða

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var að ljúka við að spila annan hringinn á Marathon Classic-mótinu í golfi sem er hluti af LPGA-mótaröðinni en mótið fer fram í Sylvania í Ohio-ríki í Bandaríkjunum.

Ólafía Þórunn lék hringinn í dag á 70 höggum eða einu höggi undir pari. Hún er samtals á einu höggi undir pari.

Það skýrist ekki fyrr en síðar í kvöld hvort Ólafía komist í gegnum niðurskurðinn. Eins og staðan er núna miðast niðurskurðurinn við eitt högg undir pari en það getur breyst enda eiga margir kylfingar eftir að ljúka við að spila annan hringinn.

Rétt eins og í gær spilaði Ólafía Þórunn vel fyrstu 9 holurnar og um tíma var hún á þremur höggum undir par en hún fékk tvo skolla á síðustu sex holunum og endaði á einu höggi undir parinu.

Ólafía fékk 13 pör, þrjá fugla og tvo skolla. Fylgst var með Ólafíu í beinni textalýsingu hér á mbl.is frá holu til holu.

 

til baka