fös. 21. júlí 2017 17:22
Simon Smidt er farinn frá Frömurum.
Simon Smidt úr Fram til Grindavíkur

Danski knattspyrnumaðurinn Simon Kollerup Smidt er samkvæmt heimildum mbl.is farinn frá Fram og er búinn að skrifa undir samning hjá Grindvíkingum.

Smidt, sem er 27 ára gamall kantmaður, kom til Framara frá ÍBV fyrir tímabilið. Hann hefur komið við sögu í 13 leikjum Framara í Inkasso-deildinni í sumar og hefur í þeim skorað 2 mörk. Á síðustu leiktíð lék hann 19 leiki með ÍBV í Pepsi-deildinni og skoraði í þeim 3 mörk.

Hann er annar leikmaðurinn sem bætist í leikmannahóp Grindavíkur í dag en eins og fram kom á mbl.is fyrr í dag er Spánverjinn Edu Cruz kominn aftur til Suðurnesjaliðsins en hann lék með því í Inkasso-deildinni á síðustu leiktíð.

 

 

til baka