lau. 23. sept. 2017 13:26
Christian Eriksen fagnar marki sínu ásamt 
Serge Aurier (t.v.) sem síðar var rekinn út af.
Kane skoraði tvö í fjörugum leik

Harry Kane skoraði tvö mörk fyrir Tottenham er liðið lagði West Ham að velli 3:2 í á Ólympíuleikvanginum í Lundúnum í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Leikurinn var heldur betur fjörugur.

Daninn Christian Eriksen skoraði þriðja mark Tottenham eftir klukkutímaleik og héldu þá flestir að stigin væru komin í hús hjá Tottenham. Þá hafði Harry Kane skoraði tvö mörk með fjögurra mínútna millibili á 34. og 38. mínútu fyrri hálfleik.

Mexíkóinn markheppni, Javier Hernandez, minnkaði muninn fyrir West Ham á 65. mínútu og fimm mínútum síðar fékk Serge Aurier sitt annað gula spjald og þar með rautt, en hann gekk í raðir Tottenham seint í félagaskiptaglugganum frá Paris Saint Germain.

Cheikhou Kouyate minnkaði muninn fyrir West Ham í 3:2 á 87. mínútu og við tóku spennandi lokamínútur þar sem Tottenham hélt á endanum út þrátt fyrir nokkuð þunga sókn Hamranna.

Tottenham hefur 11 stig í 3. sætinu en West Ham hefur4 stig í 17. sæti.

til baka