þri. 21. nóv. 2017 18:00
Alan Pardew.
Tekur Pardew við WBA?

Enska úrvalsdeildarfélagið WBA hyggst ræða við Alan Pardew með það fyrir augum að fá hann í starf sem knattspyrnustjóra félagsins.

WBA er í stjóraleit eftir að Tony Pulis var rekinn úr starfi í gær og forráðamenn félagsins eru sagðir hafa mikinn áhuga á að fá Pardew í starfið. Hann er á lausu eftir að hafa fengið reisupassann hjá Crystal Palace í desember á síðasta ári en áður hafði Pardew stýrt m.a. Newcastle og West Ham.

Illa hefur gengið hjá WBA síðustu vikurnar en liðið er í fjórða neðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 10 stig eftir tólf leiki.

 

til baka