þri. 21. nóv. 2017 18:47
Romelu Lukaku.
Lukaku fer ekki í steininn

Romelu Lukaku, framherji Manchester United, sleppur við mögulegan fangelsisdóm í Bandaríkjunum eftir að hafa samþykkt að greiða sekt til lögreglunnar í Beverly Hills.

Forsaga málsins er sú að Lukaku var hand­tek­inn í Los Ang­eles í Banda­ríkj­un­um 2. júlí í sumar. Ástæða hand­tök­unn­ar voru kvart­an­ir frá ná­grönn­um yfir hávaða í íbúð í Bever­ly Hills, þar sem hann var í fríi.

Hann og fé­lag­ar hans voru að skemmta sér langt fram á nótt og var að lok­um hringt í lög­regl­una vegna hávaðans en fimm kvartanir bárust lögreglunni sem endaði með því að Belginn var handtekinn. Þetta gerðist rétt áður en hann skrifaði undir samning við Manchester United.

 

til baka