mið. 22. nóv. 2017 17:15
Svona lítur neyðarrýmingaráætlunin út.
Gefa út áætlun um neyðarrýmingu

Ef til neyðarrýmingar kemur vegna eldgoss í Öræfajökli skulu þeir sem búa í námunda við jökulinn fara stystu leið að bæjunum Svínafelli 1, Hofi 1 eða Hnappavöllum 2. Þar skulu þeir bíða frekari fyrirmæla í bílum sínum. Ef til öskufalls kemur skuli fólk leita skjóls innandyra eða halda kyrru fyrir í bílum. Þegar fyrirmæli verða gefin skal fylgja þeim og yfirgefa svæðið.

Þetta er á meðal þess sem fram kemur í neyðarrýmingaráætlun sem almannavarnir hafa gefið út vegna jarðhræringa í Öræfajökli. Þar er farið yfir hlutverk allra viðbragðsaðila ef til eldgoss kemur. Sem dæmi má nefna að 112 er falið að senda SMS-skilaboð á alla sem búa frá Lómagnúpi að Jökulsárlóni sem innihalda fyrirskipun um tafarlausa rýmingu.

Fram kemur að ef eldgos verður í Öræfajökli skuli stefnt að því að rýma svæðið áður. Ef eldgos hefst án fyrirvara skal neyðarrýmingaráætlunin taka gildi.

Hér fyrir neðan má sjá til hvaða bragðs 112, lögreglan á Suðurlandi, björgunarsveitir og aðrir viðbragðsaðilar skulu taka, ef fyrirvaralaust gýs í jöklinum.

Almannavarnadeild:

Lögreglan á Suðurlandi

Björgunarsveitir

Sjúkraflutningar

Rauði krossinn - Fjöldahjálparstöðvar

Slökkvilið

Vettvangsstjórnir

Aðgerðastjórn

Samhæfingarstöð

Leiðbeiningar til þeirra sem eru á rýmingarsvæðinu í tilfelli neyðarrýmingar:

 

til baka