þri. 23. apr. 2024 11:10
Frá Helsinki.
Óvenjumikil snjókoma í Finnlandi

Það snjóaði óvenjumikið í Finnlandi í morgun miðað við árstíma. Tafir urðu á bílaumferð, auk þess sem flugferðum var frestað.

Fordæmi eru fyrir snjókomu seint í apríl og jafnvel í maí í Finnlandi og það er meira að segja til orð yfir fyrirbærið, eða „takatalvi”. Lýsir það skyndilegu kuldakasti sem snýr aftur að vori til.  

Aftur á móti er langt síðan svona mikil snjókoma varð í höfuðborginni Helsinki 23. apríl. Það var árið 1972, eða fyrir fyrir rúmum 50 árum.

„Svona mikil snjókoma í suðurhlutanum svona seint um vor er óvenjulegt, jafnvel mjög sérstakt,” sagði Ville Sisskonen hjá finnsku veðurstofunni.

til baka