þri. 30. apr. 2024 19:00
Sóley Kristjánsdóttir, Gerður Jónsdóttir og Heiður Ósk Eggertsdóttir.
Líkamsræktardrottning fagnaði

Það voru allir í toppformi á Edition hótelinu síðasta föstudag þegar Gerður Jónsdóttir, eða Gerða Inshape eins og hún er kölluð, bauð í teiti til að fagna því að vera komin með nýja vörulínu á markað. Um er að ræða líkamsræktarlínu sem inniheldur æfingafatnað, lóð, töskur og handklæði svo eitthvað sé nefnt. 

Gerða byggði upp stórt samfélag þegar hún kenndi vinsæla líkamsræktartíma í World Class en þurfti að hætta vegna aðgerðar sem hún þurfti að gangast undir sem tengist meðgöngum. 

„Ég er búin að vera í löngu bataferli eftir kviðaðgerð sem ég fór í síðastliðinn desember og hef því þurft að einblína á aðrar hliðar tengdar heilsu en bara æfingar. Það hefur verið dásamleg gjöf að fá að bremsa sig aðeins af, slaka á og endurskoða lífið. Ég fór til dæmis að kynna mér betur endurhæfingu, hormónakerfi kvenna, matarræði og svefn sem skiptir okkur svo gríðarlegu máli og er mikilvæg forsenda heilsu og vellíðunar og þannig hlöðum við batteríin,“ segir Gerða. 

 

til baka