mið. 1. maí 2024 19:00
Unglingar ættu að forðast rafrettur segja rannsóknir. Mynd úr safni.
Unglingar sem veipa í meiri hættu á eitrun

Unglingar sem nota rafrettur eru sögð í meiri hættu á að fá þungmálmaeitrun sem getur svo skaðað heilaþroska og önnur líffæri eftir því sem rannsóknir gefa til kynna. Talin er þörf á að herða reglur og auka forvarnir fyrir ungt fólk.

Niðurstöður rannsóknar University of Nebraska Medical Center voru birtar í BMJ Group’s ­Tobacco Control og fjallað um í The Times. 200 ungmenni voru látin skila af sér þvagprufum til greiningar fyrir þungmálmum á borð við blý, úraníum og kadmín.

Nýjustu tölur gefa til kynna að 9% barna á aldrinum 11 til 15 ára nota rafrettur jafnvel þótt það sé bannað að selja börnum undir 18 ára aldri rafsígarettur. Fjöldi barna sem nota rafrettur hefur þrefaldast á þremur árum.

Ákveðnir málmar hafa greinst í rafrettum og þeir geta verið afar skaðlegir börnum sem eru enn að taka út mikinn þroska.

Greiningar leiddu í ljós að blýmagn í þvagi þeirra barna sem notuðu rafrettur reglulega var 30-40% hærra en hjá þeim sem notuðu rafrettur sjaldnar en sex daga í mánuði.

Úraníum magnið reyndist einnig tvöfalt meira hjá þeim sem notuðu rafrettur reglulega. Þá voru niðurstöður einnig greindar eftir bragðtegundum og þá kom í ljós að þeir sem völdu frekar sætar bragðtegundir höfðu meira magn af úraníum í þvaginu (eða um 90% hærra magn) en þeir sem völdu t.d. mintu-bragðtegundir.

„Þessar niðurstöður segja okkur að ungmenni eigi ekki að nota rafrettur. Þeim fylgja ýmsar áhættur,“ segir Lion Shahab, prófessor hjá UCL Tobacco and Alcohol Research Group. 

https://www.mbl.is/smartland/heilsa/2023/07/15/rafrettan_samangroin_vid_hondina/

til baka