fim. 2. maí 2024 13:00
Gefum miðaldra manni í vesturbænum von

Jón Gnarr forsetaframbjóðandi opnaði kosningaskrifstofu í gær við Aðalstræti 11 í Reykjavík. Slegið var upp veislu með poppi, kleinum, brauðum, salötum og sætabrauði. Kosningaskrifstofan er á sama stað og kosningamiðstöð Besta flokksins var til húsa fyrir 14 árum. 

Hjónin Jón og Jóga Gnarr buðu gesti velkomna en svo kom Ólöf Arnalds tónlistarmaður og tók lagið. Girerd sveitin og Kristmundur Alex spiluðu fyrir gestina en svo mætti Tvíhöfði og tók nokkur lög. Þar á meðal kosningalagið sem fjallar um miðaldra mann í vesturbænum. 

Textinn var eitthvað á þessa leið: 

„Í vesturbænum býr miðaldra maður sem fer á Bessastaði ef hann gæti.

Hann er alltaf kátur og glaður þótt hann sé tognaður á fæti.

Gefum honum von.

Jón Gunnar Kristinsson býður sig fram.

Gefum honum von.

Sýnum honum stuðning í verki og trú,“ segir meðal annars í textanum en lagið var flutt þegar kosningaskrifstofan var opnuð í gær. 

til baka