fös. 3. maí 2024 20:37
Úr leik hjá FH fyrr á tímabilinu.
Af Kópavogsvelli í sjúkrabíl vegna hjartavandamála

Andrea Marý Sigurjónsdóttir, tvítugur miðjumaður FH í knattspyrnu, hné niður undir lok leiks gegn Breiðabliki í 3. umferð Bestu deildarinnar á Kópavogsvelli í kvöld.

Hlúð var að Andreu Marý í töluverða stund á vellinum áður en sjúkrabíll flutti hana á sjúkrahús þar sem hún mun gangast undir rannsóknir.

Blikar á toppinn

Guðni Eiríksson, þjálfari FH, sagði í samtali við mbl.is eftir leik að Andrea Marý glímdi við hjartavandamál.

Búin að vera góð í tvö ár

„Hún er með hjartavesen og það fór bara allt af stað. Hún er búin að vera góð síðastliðin ca. tvö ár og þetta er mikið bakslag fyrir hana að þetta skuli gerast núna.

Við vonum það svo innilega að hún muni ná sér fljótt og örugglega. Hún var með meðvitund en átti erfitt með að anda.“

Guðni bætti því við að hún hafi verið með rænu og gæti tjáð sig.

„Já en henni leið bara mjög illa. Átti erfitt með að anda og að halda sér gangandi. Við vonum að hún komi sterk til baka,“ sagði hann.

til baka