2. júní, 2006
MARÍA JÓNSDÓTTIR

MARÍA JÓNSDÓTTIR

María Jónsdóttir fæddist hinn 25. febrúar 1930 í Pétursborg í Glæsibæjarhreppi. Hún andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri hinn 24. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Baldvinsson bóndi, f. 14. desember 1878, d. 27. apríl 1969, og Jóhanna Jónasdóttir, f. 27. desember 1888, d. 31. ágúst 1966. Systkini Maríu eru: Anna, f. 26. maí 1920, d. 21. júní 2000, Jónas, f. 24. janúar 1922, og Baldvin Magnús, f. 22. september 1924, d. 22. október 1990.

María giftist 25. febrúar 1949 Guðmundi Þorsteinssyni, f. 13. ágúst 1926, d. 9. janúar 1978. Foreldrar hans voru Þorsteinn Þorsteinsson og Valgerður Sigfúsdóttir. Börn Maríu og Guðmundar eru: 1) Anna Jóhanna, f. 14. október 1949, gift Guðmundi Elíasi Lárussyni, dætur þeirra eru: a) María Björk, f. 1973, gift Gunnari Ómarssyni og eiga þau þrjú börn. b) Jónína, f. 1976, sambýlismaður Halldór Ragnar Gíslason og eiga þau tvo syni. 2) Svanhildur, f. 18. maí 1951, gift Halli Albertssyni, dóttir þeirra er Harpa, f. 1973. 3) Jón Þór, f. 22. janúar 1956, kvæntur Hildi Jóhannsdóttur og eru dætur þeirra: a) María, f. 1981, sambýlismaður Hnikarr Jónsson. b) Jóhanna, f. 1985 sambýlismaður Sveinn Þórður Þórðarson. 4) Elín, f. 20. nóvember 1959, gift Hermanni Haraldssyni. Þeirra börn eru: a) Brynja Dögg, f. 1979, í sambúð með Guðlaugi Arnarssyni og eiga þau einn son. b) Guðmundur Freyr, f. 1986. Fyrir átti Hermann, Baldvin Má, f. 1976, sambýliskona hans er Margrét Ívarsdóttir og eiga þau eina dóttur. 5) Þorsteinn Valur, f. 11. september 1970, kvæntur Hildi Sigurðardóttur, þau eiga þrjá syni. a) Kristján Ingi, f. 1989. b) Guðmundur Arnar, f. 1996, og Davíð Þór, f. 2001.

Fyrir hjónaband átti Guðmundur eina dóttur, Erlu, f. 1947, gift Jóhanni Jónssyni og á hún þrjú börn.

María og Guðmundur hófu búskap í Klettaborg 3 á Akureyri en bjuggu lengst af í Hjarðarholti í Glerárhverfi. Síðustu æviár sín bjó María í Víðilundi 20 á Akureyri.

Útför Maríu verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.