Fréttir Miðvikudagur, 17. apríl 2024

Tryggvi Pálsson

Skrítin menning í bankanum

Bankaráð Landsbankans ákvað að ráðast í útgáfu skuldabréfs til þess að fjármagna kaup bankans á TM. Það var eina leiðin til að fjármagna kaupin án þess að bera þau undir eigendur hans, m.a. ríkissjóð sem fer með 98,2% hlut í honum Meira

Aðhald, frestun og eignasala

Halli ríkissjóðs minnki hratt • Stefna á hóflegan útgjaldavöxt • Tvö þúsund milljarðar í heilbrigðismál til 2029 • Öðrum falið að byggja og reka hjúkrunarheimili Meira

Ekkert biskupsefnið með hreinan meirihluta

Sr. Guðrún Karls Helgudóttir sóknarprestur í Grafarvogskirkju hlaut flest atkvæði í biskupskosningu sem lauk í gær. Hlaut hún 839 atkvæði eða 45,97%. Næstur kom sr. Guðmundur Karl Brynjarsson sóknarprestur í Lindakirkju með 513 atkvæði eða 28,11%, en sr Meira

Tækni Eva Sóley Guðbjörnsdóttir tekur þátt í umræðum í dag.

Hætta brátt námugreftri

Námugröftur eftir rafmyntum í íslenskum gagnaverum er á undanhaldi að sögn Evu Sóleyjar Guðbjörnsdóttur, fjármálastjóra og aðstoðarforstjóra gagnaversfyrirtækisins atNorth. Eva Sóley mun taka þátt í umræðum á Datacloud ESG 2024-gagnaversráðstefnunni sem hefst í dag í Hörpu í Reykjavík Meira

Togararall Togararall hefur farið fram tvisvar á ári frá 1985, en niðurstöður þess eru meðal þeirra gagna sem notuð eru við mat á stofnstærð botnfiska.

Vísar gagnrýni á togararall á bug

Fjarri lagi að aðeins togararall sé notað við mat á stofnstærð • Sömu aðferðum beitt hér og hjá 90% þeirra sem meta stofnstærð botnfiska í heimshöfunum • Hafró notar sama mælikvarðann ár eftir ár Meira

Alþingi Mannréttindadómstóll Evrópu kvað upp dóm í gær.

Þingmenn réðu örlögum sínum

Íslenska ríkið braut gegn rétti borgara til frjálsra kosninga sem og gegn meginreglu um skilvirk réttarúrræði í kosningunum til Alþingis árið 2021. Þetta er niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu en dómurinn var kveðinn upp í gær Meira

Aðgerðir stuðli að lægri verðbólgu

Halli næstu þrjú árin en fari hratt minnkandi • Fresta viðbyggingu við Stjórnarráðshúsið og byggingu fyrir viðbragðsaðila • Sameina á stofnanir, hagræða, selja eignir og fækka nefndum Meira

Skatturinn Gert er ráð fyrir að skattheimtan hefjist 2025.

Alheimslágmarksskattur tekinn upp

Íslensk stjórnvöld hafa samþykkt að innleiða svonefndan alheimslágmarksskatt hér á landi á síðari hluta næsta árs og er gert ráð fyrir gildistöku hans í skattkerfinu á árinu 2025. Þetta kemur fram í fjármálaáætlun áranna 2025 til 2029 Meira

Húsavík Kaupin voru afgreidd áður en sveitarstjórn gat tekið málið fyrir.

Bíllinn keyptur og afhentur

Sveitarfélagið Norðurþing festi nýverið kaup á og fékk afhentan nýjan körfubíl en ekki eru allir á eitt sáttir um kaupin sem afgreidd voru áður en þau komu inn á borð sveitarstjórnar. Óskuðu fulltrúar Vinstri-grænna í sveitarstjórn, Aldey… Meira

Eðlilegt að halda árshátíðina eystra

Kostnaður við árshátíð Landsvirkjunar sem haldin var á Egilsstöðum nam um 90 milljónum króna. Þetta upplýsti Þóra Arnórsdóttir, samskiptastjóri fyrirtækisins, í samtali við mbl.‌is‌ í gær. Hún sagði jafnframt að starfsmannafélag hefði… Meira

Heiðarleiki og einlægni mikilvægar dyggðir forseta

Nokkur eindrægni er um það hvaða dyggðir og eiginleikar séu mikilvægastir í fari forseta Íslands, samkvæmt könnun Prósents fyrir Morgunblaðið og mbl.is. Þar er heiðarleikinn efst á blaði, en síðan koma einlægni og viljinn til þess að hlusta á… Meira

Kaldasta byrjun apríl á öldinni

Fyrri hluti apríl hefur verið kaldur. Þetta kemur fram á bloggi Trausta Jónssonar veðurfræðings. Á öllu svæðinu frá Breiðafirði, norður og austur um að Austurlandi að Glettingi, er þessi aprílbyrjun sú kaldasta það sem af er þessari öld Meira

Athafnasvæði Til hægri er Suðurvararbryggja. Gamla hluta hennar er mokað út en í stað hennar kemur bryggja með 165 metra löngum viðlegukanti. Fremst á myndinni er aðstaða fyrir útflutning á vikri. Fjær er Austurgarður sem nú er verið er að stytta til að skapa meira snúningsrými í höfninni.

Breyta og bæta hafnarmannvirki

Fjárfesting fyrir um fjóra milljarða króna í Þorlákshöfn • Fraktflutningar hafa aukist mikið svo bæta þarf aðstöðu með nýjum bryggjum • Hefðbundinn sjávarútvegur í byggðarlaginu hefur gefið eftir Meira

Brussel Bretinn Nigel Farage var á meðal ræðumanna á ráðstefnunni.

Segir bannið brjóta gegn stjórnarskránni

Alexander De Croo, forsætisráðherra Belgíu, fordæmdi í gær ákvörðun yfirvalda í Saint-Josse, einu af 19 borgarhverfum Brussel-borgar, um að banna ráðstefnu þar sem evrópskir stjórnmálamenn af hægri jaðrinum hittust Meira

Kaupmannahöfn Brian Mikkelsen, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Danmerkur, sést hér bera málverk frá kauphöllinni, en mörg þekkt listaverk voru í byggingunni. Stefnt er að því að Børsen verði endurreist.

Björguðu miklum verðmætum

Gamla kauphöllin í Kaupmannahöfn, Børsen, varð í gær eldi að bráð. Eldurinn kviknaði um hálfáttaleytið í gærmorgun að dönskum tíma og var allt tiltækt slökkvilið þegar kallað út til þess að ná tökum á eldinum, en hún var fljótlega orðin alelda Meira

Gasasvæðið Ísraelskur skriðdreki sést hér á verði við landamæri Ísraels og Gasasvæðisins.

Boðar hertar refsiaðgerðir gegn Íran

Bandaríkin munu ekki taka þátt í árásum á Íran • Gætu hert aðgerðir gegn olíuútflutningi Írana • Portúgal mótmælir hertöku gámaflutningaskips • Þrír særðust í hefndarárás Hisbollah-samtakanna Meira

Eitt af kennileitum Kaupmannahafnar

Margrét Þórhildur fráfarandi Danadrottning fékk óskemmtilega afmælisgjöf á 84. afmælisdaginn þegar eldsvoði varð í miðri höfuðborginni Kaupmannahöfn í gærmorgun. Børsen-byggingin kunna, sem áður hýsti kauphöllina, stóð í ljósum logum og turnspíran varð eldinum að bráð og féll til jarðar Meira

Hljómsveitin Frá vinstri: Haukur, Kristján, Pétur, Risto og Michael. Þeir spila með Rósu Maríu á tónleikunum.

Ástin, kærleikurinn og rómantíkin í Hofi

Hjartans tónar er yfirskrift tónleika Rósu Maríu Stefánsdóttur föstudagskvöldið 19. apríl í Hofi á Akureyri. „Þetta eru þematónleikar, þar sem gestum er boðið að koma á stefnumót við ástina, rækta kærleikann og rómantíkina, huga að mýkri… Meira