Félagaskipti í íslenska fótboltanum

Garðar Jóhannsson í landsleik gegn Georgíu.
Garðar Jóhannsson í landsleik gegn Georgíu. mbl.is/Ómar

Opnað var fyrir félagaskipti í fótboltanum hér á landi 15. júlí og heimilt var að skipta um félag fram að miðnætti laugardagsins 31. júlí. Mbl.is fylgist jafnóðum með breytingum sem verða á liðunum í efstu deildum karla og kvenna.

Hér fyrir neðan má sjá öll þau félagaskipti sem samþykkt höfðu verið og skráð fyrir miðnætti, ásamt fréttum um þau helstu frá 15.-31. júlí:

1.8. Olga Færseth, markahæsta knattspyrnukona landsins frá upphafi, hefur tekið fram skóna á ný eftir tveggja ára hlé og leikur með 1. deildarliði Selfoss út tímabilið.

31.7. Rachael Rapinoe, fyrrum leikmaður með U23 ára landsliði Bandaríkjanna, er komin til liðs við kvennalið Stjörnunnar. Hún er 25 ára gamall framherji.

31.7. Saka Mboma, 24 ára, hefur fengið félagaskipti frá Frakklandi yfir í 1. deildarlið Njarðvíkur.

31.7. Sándor Zoltán Forizs, ungverskur miðjumaður sem hefur leikið hér á landi í sjö ár, með KA, Leiftri/Dalvík, KS/Leiftri og síðast 3. deildarliði Samherja, er kominn til liðs við 1. deildarlið Fjarðabyggðar.

30.7. Garðar Jóhannsson er kominn heim í Stjörnuna í Garðabæ en hann lék með Hansa Rostock seinni hluta síðasta vetrar. Sjá frétt mbl.is.

30.7. Steinþór Freyr Þorsteinsson úr Stjörnunni er genginn til liðs við sænska 1. deildarliðið Örgryte. Sjá frétt mbl.is.

30.7. Tvíburabræðurnir Geir og Kolbeinn Kristinssynir eru gengnir til liðs við 2. deildarlið Völsungs á Húsavík frá 1. deildarliði Fjölnis.  Þess má geta að þjálfari þeirra hjá Fjölni, Ásmundur Arnarson er frá Húsavík og lék áður með Völsungi. Húsvíkingar eru að styrkja sig þessa dagana því Húsvíkingurinn Guðni Rúnar Helgason er einnig orðinn löglegur með liðinu. 

30.7.  Marko Valdimar Stefánsson miðvörður Grindvíkinga hefur verið lánaður til 1. deildarliðs Njarðvíkur.  Samkeppnin um miðvarðastöðurnar hefur harðnað mjög hjá Grindavík eftir að bræðurnir Ólafur Örn og Guðmundur Andri Bjarnasynir snéru heim. 

30.7. Dofri Snorrason hefur haft félagaskipti úr Víkingi Reykjavík yfir í KR á ný en hann var lánaður til Víkinga í vor.

30.7. Hervé Aka'a, miðvörður eða varnartengiliður frá Kamerún, hefur samið við 1. deildarlið HK um að leika með því út tímabilið. Aka'a er 25 ára gamall og hefur leikið í Sviss undanfarin sjö ár.

30.7. Danski sóknarmaðurinn Danni König hefur yfirgefið herbúðir Vals en hann hafði í dag félagaskipti frá Val yfir í Brönshöj í heimalandinu.

30.7. Írskur knattspyrnumaður, Diarmuid O'Carroll, hefur fengið félagaskipti yfir í Val. Hann er 23 ára sóknarmaður sem lék með Airdrie í skosku 1. deildinni síðasta vetur þar sem hann gerði 6 mörk í 27 leikjum. O'Carroll lék með Morecambe í ensku 3. deildinni tímabilið þar á undan og skoraði 5 mörk í 29 leikjum. Hann hefur einnig leikið með Ross County í Skotlandi og var þar í röðum Celtic í tvö ár án þess að spila með aðalliðinu.

30.7. Mehmet Mehmet, sænskur miðjumaður, er kominn til 1. deildarliðs Njarðvíkur frá sænska 2. deildarliðinu Sleipnir.

30.7. Ása Dögg Aðalsteinsdóttir, markvörður úr Val, hefur verið lánuð til 1. deildarliðs Þróttar R. Ása var í láni hjá Grindavík allt síðasta tímabil og hóf þetta tímabil þar en gat ekkert spilað vegna meiðsla.

29.7. Guðmundur Andri Bjarnason er genginn til liðs við úrvalsdeildarlið Grindavíkur en hann hefur spilað með Reyni í Sandgerði það sem af er tímabilinu og með Fjarðabyggð í tvö ár þar á undan. Guðmundur er bróðir Ólafs Arnar Bjarnasonar, þjálfara Grindvíkinga, og hefur spilað 67 leiki með Grindvíkingum í efstu deild.

28.7. Guðný Björk Óðinsdóttir landsliðskona er farin aftur til Kristianstad í Svíþjóð eftir stutta lánsdvöl hjá Val.

28.7. Noko Matlou frá Suður-Afríku, sem var kjörin besta knattspyrnukona Afríku 2009, er komin til liðs við 1. deildarlið ÍBV. Sjá frétt mbl.is.

28.7. Chris Vorenkamp, bandaríski leikmaðurinn sem hefur leikið með Víkingi R. síðustu árin, er hættur þar og genginn til liðs við 2. deildarlið ÍH úr Hafnarfirði.

27.7. Gunnar Kristjánsson gengur til liðs við FH frá KR, á leigu út tímabilið, en félögin hafa komist að samkomulagi um félagaskipti hans. Sjá frétt mbl.is.

27.7. Alexandre Garcia, spænski sóknarmaðurinn sem samdi við Hauka á dögunum, er orðinn löglegur með Hafnarfjarðarliðinu. Garcia lék með Barcelona á yngri árum og spilaði m.a. með Lionel Messi í unglingaliðum eins og áður hefur komið fram en hann hefur verið í Bandaríkjunum undanfarin ár.

26.7. Ólafur Örn Bjarnason þjálfari Grindavíkur er kominn með leikheimild með liðinu og gæti því spilað gegn Keflavík í kvöld. Hann var í leikmannahópi Brann í norsku úrvalsdeildinni í gær en kom ekki við sögu.

23.7. ÍA hefur samið við enska framherjann Gary Martin sem er tvítugur og kemur frá Middlesbrough á Englandi.

22.7. Viktor Unnar Illugason sóknarmaður úr Val hefur samið við Selfoss. Sjá frétt mbl.is.

22.7. Sigurður Gunnar Sævarsson, sem hefur komið inná í tveimur af síðustu fjórum leikjum Keflavíkur í úrvalsdeildinni, hefur verið lánaður til 2. deildarliðs Víðis í Garði.

20.7. Lárus Orri Sigurðsson, fyrrum þjálfari Þórs, er genginn til liðs við 1. deildarlið Skagamanna. Sjá frétt mbl.is.

20.7. 1. deildarlið ÍBV hefur fengið mjög góðan liðsstyrk því miðvallarleikmaðurinn Edda María Birgisdóttir er komin þangað frá Stjörnunni að láni. Hún getur þó ekki leikið með liðinu gegn Stjörnunni í bikarnum á laugardag.

20.7. Varnarmaðurinn Einar Marteinsson er snúinn aftur til Vals úr láni hjá HK.

19.7. Hin bandaríska Samantha Brand, sem er 22 ára gamall varnarmaður, hefur fengið leikheimild með liði Aftureldingar og getur því leikið með því gegn KR í Pepsideildinni annað kvöld. 

19.7. Lasse Jörgensen, Daninn sem varði mark Keflavíkur í fyrra, er kominn aftur til liðs við félagið. Sjá frétt mbl.is.

17.7. Grindvíkingar hafa fengið Hafþór Ægi Vilhjálmsson frá Val og Gjorgi Manevski frá Metalurg Skopje í Makedóníu. Nánar í Morgunblaðinu í dag.

16.7. Selfyssingar hafa samið við þrjá leikmenn. Guessan Bi Herve og Jean Stephane Yao Yao frá Fílabeinsströndinni og Martin Dohlsten frá Svíþjóð. Sjá frétt sunnlenska.is.

16.7. Emma Higgins, landsliðsmarkvörður Norður-Írlands, er gengin til liðs við Grindavík en hún kemur þangað frá Glentoran í Belfast.

16.7. Guðný Björk Óðinsdóttir landsliðskona kemur til Vals í láni frá Kristianstad til mánaðamóta. Sjá frétt mbl.is.

15.7. Haukar semja við James McCunnie frá Skotlandi um að leika með þeim út tímabilið. Sjá frétt mbl.is.

PEPSIDEILD KARLA:

ÍBV:
Guðjón Ólafsson, ÍBV - KFS (lán)

Breiðablik:
Vignir Benediktsson, Grótta - Breiðablik (úr láni)

FH:
Gunnar Kristjánsson, KR - FH (lán)
Örn Rúnar Magnússon, FH - ÍH (lán)

Fram:
Engin skipti.

Keflavík:
Lasse Jörgensen, danskt félag - Keflavík
Sigurður Gunnar Sævarsson, Keflavík - Víðir (lán)

Valur:
Danni König, Valur - Brönshöj (Danmörku)
Diarmuid O'Carroll, Airdrie (Skotlandi) - Valur
Einar Marteinsson, HK - Valur (úr láni)
Ellert Finnbogi Eiríksson, Valur - Hvöt (lán)
Hafþór Ægir Vilhjálmsson, Valur - Grindavík
Viktor Unnar Illugason, Valur-Selfoss

Stjarnan:
Andri Sigurjónsson, Stjarnan - BÍ/Bolungarvík (lán)
Garðar Jóhannsson, Hansa Rostock (Þýskal.) - Stjarnan
Steinþór Freyr Þorsteinsson, Stjarnan - Örgryte (Svíþjóð)

KR:
Einar Andri Einarsson, KR - Árborg (lán)
Dofri Snorrason, Víkingur R. - KR (úr láni)
Gunnar Kristjánsson, KR - FH (lán)
Vilhjálmur Darri Einarsson, Grindavík - KR (úr láni)

Fylkir:
Engin skipti.

Grindavík:
Emil Daði Símonarson, Reynir S. - Grindavík (úr láni)
Gjorgi Manevski, Metalurg Skopje (Makedóníu) - Grindavík
Guðmundur Andri Bjarnason, Reynir S. - Grindavík
Hafþór Ægir Vilhjálmsson, Valur - Grindavík
Marko Valdimar Stefánsson, Grindavík - Njarðvík (lán)
Ólafur Örn Bjarnason, Brann (Noregi) - Grindavík
Sveinbjörn Jónasson, Grindavík - Fjarðabyggð
Vilhjálmur Darri Einarsson, Grindavík - KR (úr láni)
Vilmundur Jónasson, Reynir S. - Grindavík (úr láni)

Selfoss:
Guessan Bi Herve, Lyn (Noregi) - Selfoss
Jean Stephane Yao Yao, Lyn (Noregi) - Selfoss
Martin Dohlsten, Ljungskile (Svíþjóð) - Selfoss
Viktor Unnar Illugason, Valur-Selfoss

Haukar:
Alexandre Garcia, bandarískt lið - Haukar
James McCunnie, East Fife (Skotlandi) - Haukar
Jónmundur Grétarsson, Haukar - BÍ/Bolungarvík (lán)
Kristján Óli Sigurðsson, Haukar - Víkingur Ó.
Magnús Björgvinsson, þýskt félag - Haukar
Sam Mantom, Haukar - WBA (Englandi) (úr láni)
Stefán Daníel Jónsson, Haukar - KFG

PEPSIDEILD KVENNA:

Valur:
Ása Dögg Aðalsteinsdóttir, Valur - Þróttur R. (lán)
Guðný B. Óðinsdóttir, Kristianstad - Valur (lán)
Guðný B. Óðinsdóttir, Valur - Kristianstad (úr láni)

Breiðablik:
Ásta Einarsdóttir, norskt félag - Breiðablik
Ástrós Eva Gunnarsdóttir, Haukar - Breiðablik (úr láni)
Hrefna Ósk Harðardóttir, Breiðablik - ÍBV (lán)

Þór/KA:
Sara Ómarsdóttir, Draupnir - Þór/KA

Fylkir:
Margrét Magnúsdóttir, Fylkir - Grindavík (í láni frá Val)
Ruth Þ. Þórðardóttir, Fylkir - Þróttur R. (lán)

Stjarnan:
Edda María Birgisdóttir, Stjarnan - ÍBV (lán)
Guðríður Hannesdóttir, Stjarnan - Haukar (lán)
Rachael Rapinoe, Bandaríkin - Stjarnan

KR:
Dagmar Mýrdal, FH - KR (úr láni)
Elísabet Ester Sævarsdóttir, KR - Haukar (lán)
Guðlaug Sara Guðmundsdóttir, Fjölnir - KR (úr láni)
Harpa Ásgeirsdóttir, KR - Afturelding (lán)
Olga Færseth, KR - Selfoss

Afturelding:
Elín Svavarsdóttir, sænskt félag - Afturelding
Harpa Ásgeirsdóttir, KR - Afturelding (lán)
Samantha Brand, bandarískt félag - Afturelding

Grindavík:
Emma Higgins, Glentoran (N.Írland) - Grindavík
Margrét Magnúsdóttir, Fylkir - Grindavík (í láni frá Val)

FH:
Dagmar Mýrdal, FH - KR (úr láni)
Sandra Björk Sigþórsdóttir, FH - Höttur

Haukar:
Elísabet Ester Sævarsdóttir, KR - Haukar (lán)
Guðríður Hannesdóttir, Stjarnan - Haukar (lán)
Meagan Snell, bandarískt  félag - Haukar

1. DEILD KARLA:  

Þór:
Lárus Orri Sigurðsson, Þór - ÍA
Örlygur Þór Helgason, KS/Leiftur - Þór (lán)

Leiknir R.:
Engin skipti

Víkingur R.:
Chris Vorenkamp, Víkingur R. - ÍH
Dofri Snorrason, Víkingur R. - KR (úr láni)
Robin Faber, FC Eindhoven (Hollandi) - Víkingur R.

Fjölnir:
Geir Kristinsson, Fjölnir - Völsungur (lán)
Kolbeinn Kristinsson, Fjölnir - Völsungur (lán)
Marinó Þór Jakobsson, Björninn - Fjölnir (úr láni)

ÍR:
Hrannar Karlsson, ÍR - ÍH (lán)

ÍA:
Gary Martin, Middlesbrough (Englandi) - ÍA
Gísli Freyr Brynjarsson, ÍA - Skallagrímur (lán)
Ívar Haukur Sævarsson, ÍA - Skallagrímur (lán)
Lárus Orri Sigurðsson, Þór - ÍA

Þróttur R.:
Henrik Bödker, Þróttur R. - Víðir
Sindri Snær Jensson, Berserkir - Þróttur R. (úr láni)

HK:
Andri Valgeirsson, Ýmir - HK (úr láni)
Birgir Magnússon, Ýmir - HK (úr láni)
Birgir Ólafur Helgason, Ýmir - HK (úr láni)
Damir Muminovic, HK - Hvöt (lán)
Einar Marteinsson, HK - Valur (úr láni)
Hervé Aka'a, svissneskt félag - HK
Ingi Þór Þorsteinsson, Ýmir - HK (úr láni) 
Ólafur V. Júlíusson, Ýmir - HK
Sævar Eyjólfsson, Njarðvík - HK

KA:
Davíð Jón Stefánsson, Magni - KA
Hallgrímur Mar Steingrímsson, KA - Völsungur

Grótta:
Brynjólfur Bjarnason, ÍH - Grótta
Vignir Benediktsson, Grótta - Breiðablik (úr láni)

Fjarðabyggð:
Bessi Víðisson, Fjarðabyggð - Dalvík/Reynir (lán frá Keflavík)
Pétur Kjartan Kristinsson, Hamar - Fjarðabyggð (úr láni)
Sándor Zoltán Forizs, Samherjar - Fjarðabyggð
Sveinbjörn Jónasson, Grindavík - Fjarðabyggð

Njarðvík:
Daniel Badu, Njarðvík - Magni
Gísli Freyr Ragnarsson, Einherji - Njarðvík (úr láni)
Marko Valdimar Stefánsson, Grindavík - Njarðvík (lán)
Mehmet Mehmet, Sleipnir (Svíþjóð) - Njarðvík
Saka Mboma, franskt félag - Njarðvík

Guðmundur Andri Bjarnason, til vinstri, er kominn heim í Grindavík.
Guðmundur Andri Bjarnason, til vinstri, er kominn heim í Grindavík. mbl.is/Eggert
Chris Vorenkamp er hættur í Víkingi R.
Chris Vorenkamp er hættur í Víkingi R. mbl.is/Jakob Fannar
Alexandre Garcia getur spilað næsta leik með Haukum.
Alexandre Garcia getur spilað næsta leik með Haukum. www.haukar.is
Gunnar Kristjánsson, til hægri, leikur með FH út tímabilið.
Gunnar Kristjánsson, til hægri, leikur með FH út tímabilið. Árni Sæberg
Viktor Unnar Illugason er kominn í raðir Selfyssinga.
Viktor Unnar Illugason er kominn í raðir Selfyssinga. mbl.is/Kristinn
Edda María Birgisdóttir í leik gegn Val.
Edda María Birgisdóttir í leik gegn Val. mbl.is/Golli
Lasse Jörgensen er kominn aftur í raðir Keflvíkinga.
Lasse Jörgensen er kominn aftur í raðir Keflvíkinga. mbl.is/Ómar
Emma Higgins, rauðklædd, í landsleik gegn Íslandi fyrr í sumar.
Emma Higgins, rauðklædd, í landsleik gegn Íslandi fyrr í sumar. mbl.is/Eggert
Sveinbjörn Jónasson er genginn til liðs við Fjarðabyggð á ný …
Sveinbjörn Jónasson er genginn til liðs við Fjarðabyggð á ný eftir að hafa spilað með Grindavík. mbl.is/Guðmundur Rúnar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert