Alfreð gæti staðið frammi fyrir erfiðri ákvörðun

Alfreð Finnbogason er markahæstur í úrvalsdeildinni.
Alfreð Finnbogason er markahæstur í úrvalsdeildinni. mbl.is/Ómar

Pólska knattspyrnufélagið Lechia Gdansk hefur gert Breiðabliki tilboð um kaup á framherjanum Alfreð Finnbogasyni sem leikið hefur frábærlega hjá Blikum í sumar og í fyrra. Alfreð tjáði Morgunblaðinu í gær að hann myndi taka afstöðu til málsins þegar þar að kæmi en ekki er vitað um viðbrögð Blika við tilboðinu.

Erlend félög hafa tíma til 31. ágúst ef þau hafa áhuga á því að kaupa íslenska leikmenn og fá þá strax til sín. Alfreð gæti því staðið frammi fyrir því á næstunni að þurfa að velja á milli þess að berjast um Íslandsmeistaratitilinn með Breiðabliki eða fara utan í atvinnumennsku.

„Deildin er langt komin og Breiðablik á möguleika á sínum fyrsta titli en maður þarf að velja og hafna í lífinu," sagði Alfreð.

Nánar er rætt við hann um málið í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert