Fram sektað um 100 þúsund og svipt stigum

Jóhannes Karl Guðjónsson er leikmaður Fram og Bjarni Guðjónsson þjálfar …
Jóhannes Karl Guðjónsson er leikmaður Fram og Bjarni Guðjónsson þjálfar liðið. mbl.is/Rósa Braga

Framarar eru þriðja liðið á stuttum tíma sem hefur verið sektað um 100 þúsund krónur og úrskurðað 0:3 ósigur fyrir að tefla fram leikmanni sem átti að vera í leikbanni í Lengjubikar karla í knattspyrnu.

Framarar notuðu Aron Þórð Albertsson á dögunum þegar þeir sigruðu BÍ/Bolungarvík, 3:0, þrátt fyrir að hann hefði fengið þrjú gul spjöld í keppninni og hefði átt að vera í leikbanni. Úrslitin snerust því við og BÍ/Bolungarvík vinnur leikinn 3:0.

KV og FH höfðu áður fengið samsvarandi sekt og stigamissi. KV var með ólöglegan leikmann í 2:2 jafnteflisleik gegn Víkingi R. og FH sömuleiðis í sigurleik, 3:2, gegn Fjölni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert