Líklegt að Framarar byrji á gervigrasinu í Laugardal

Laugardalvöllurinn í dag. Hann lítur ekki vel út.
Laugardalvöllurinn í dag. Hann lítur ekki vel út. mbl.is/Guðmundur Hilmarsson

Framarar hafa óskað eftir því að spila fyrstu heimaleiki sína í Pepsi-deildinni á gervigrasvellinum í Laugardal þar sem þjóðarleikvangurinn er í mjög slæmu ásigkomulagi eftir veturinn.

„Ástandið á völlunum almennt er mjög misjafnt en það er hvað verst á höfuðborgarsvæðinu,“ sagði Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, á fréttamannafundi sem haldinn var í höfuðstöðvum KSÍ í dag með Samtökum íþrótta og golfvalla á Íslandi.

Þórir sagði að þrátt fyrir að sumir vellir séu ekki í góðu ástandi þá ver'ði 1. umferð Pepsi-deildarinnar ekki hnikað.

„Það gæti verið að á einhverjum völlum verði ekki hægt að leika í byrjun Íslandmótsins. Þá verða einhverjar hliðranir, tilslakanir og undanþágur á reglum. Það verður tekið jákvætt í það af okkar hálfu að gera undanþágur. Egilshöllin er kostur eða gervigrasið í Laugardalnum,“ sagði Þórir.

<br/><br/> <br/><br/>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert