„Getum átt í fullu tré við Motherwell“

Ingvar Jónsson markvörður Stjörnunnar í úthaupi gegn Fjölni í sumar.
Ingvar Jónsson markvörður Stjörnunnar í úthaupi gegn Fjölni í sumar. mbl.is/Ómar

Stjarnan mætir Motherwell í síðari leik liðanna í 2. umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA í knattspyrnu annað kvöld á Samsung-vellinum í Garðabæ, en liðin gerðu 2:2-jafntefli í fyrri leiknum í Skotlandi í síðustu viku.

„Við reynum nú að hugsa bara um þennan Motherwell-leik eins og hvern annan leik. Undirbúningurinn er allavega alveg eins. En þetta er auðvitað gríðarlega stór leikur og úrslitin úti voru frábær, sérstaklega í ljósi þess hvað við byrjuðum leikinn illa. Við vorum eiginlega bara hálfsmeykir við þá í upphafi leiks,“ sagði Ingvar Jónsson markvörður Stjörnunnar um Motherwell, sem komst í 2:0 á fyrstu mínútum fyrri leiksins, en Stjarnan náði að snúa leiknum upp í jafntefli.

„Þegar við fórum svo að spila eins og við erum vanir sáum við að við höfðum í fullu tré við þetta lið og þeir urðu eiginlega bara smeykir við okkur í seinni hálfleik, þannig að dæmið snerist við. En við þurfum að hitta á toppdag til að ná að slá þá út.“

Nánar er rætt við Ingvar Jónsson í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag. Þar ræðir hann gengi Stjörnunnar í sumar, drauma liðsins um að verða Íslandsmeistari og hvað það yrði frábært að fara taplausir í gegnum Íslandsmótið.

Ingvar er leikmaður 12. umferðar hjá Morgunblaðinu og lið umferðarinnar er að finna í blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert