FH áfram og mætir Elfsborg

Sam Hewson í hörðum slag í leik FH og Glenavon …
Sam Hewson í hörðum slag í leik FH og Glenavon í 1. umferðinni. mbl.is/Styrmir Kári

FH-ingar komust í kvöld áfram í 3. umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA í knattspyrnu eftir að hafa slegið út hvítrússneska liðið Neman Grodno í 2. umferð, samanlagt 3:1, en FH vann seinni leik liðanna í kvöld, 2:0 á Kaplakrikavelli. Atli Guðnason og Atli Viðar Björnsson skoruðu mörk FH-inga í kvöld.

Markið sem Atli Guðnason skoraði kom á 42. mínútu þegar hann var á undan markverði Neman Grodno í boltann rétt utan teigs, eftir sendingu Emils Pálssonar. Atli skoraði svo nánast í autt markið. Nafni hans bætti svo við marki á 80. mínútu eftir að hafa komið inn á sem varamaður í seinni hálfleik. Atli Viðar skoraði með fallegu skoti eftir að hafa fengið boltann utarlega í vítateignum eftir aukaspyrnu Hólmars Arnar Rúnarssonar.

FH mætir sænska liðinu Elfsborg í 3. umferð Evrópudeildarinnar. Elfsborg sló út Inter Bakú frá Aserbaídsjan í kvöld. Fara þarf í gegnum fjórar umferðir í forkeppninni til að komast í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

Til að sjá allt sem gerist í leikjum kvöldsins, smellið á ÍSLENSKI BOLTINN Í BEINNI.

FH 2:0 Neman Grodno opna loka
90. mín. Leik lokið Leik lokið með 2:0-sigri FH sem vinnur einvígið gegn Neman Grodno, samanlagt 3:1 og er komið áfram í 3. umferð forkeppninnar.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert