Draumamark Atla kom Stjörnunni áfram

Stjarnan og Motherwell áttust við í Garðabæ í seinni leik liðanna í 2. umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA. Lokatölur urðu eftir venjulegan leiktíma 2:2 sem eru sömu tölur og í fyrri leiknum ytra og því þurfti að framlengja leikinn. Atli Jóhannsson miðjumaður Stjörnunnar reyndist hetja þeirra á lokamínútunum þegar hann skoraði sannkallað draumamark þegar sex mínútur voru eftir og tryggði Stjörnumönum áframhaldandi þáttöku í Evrópukeppninni.

Motherwell náði forystu eftir 11. mínútna leik. Markið kom upp úr hornspyrnu þeirra og sofandahátt í vörn Stjörnunnar þar sem Steven Hammell var einn og óvaldaður í teignum og fékk frían skalla. Þetta var fyrsta mark vinstri bakvarðarins síðan í mars 2012.

Stjörnumenn urðu fyrir áfalli þegar að Veigar Páll Gunnarsson fór af velli eftir einungis 26. mínútna leik vegna meiðsla. Garðbæingar gáfust hins vegar ekki upp og uppskáru jöfnunarmark á 37. mínútu þegar brotið var á Atla Jóhannssyni inni í teig Skotanna. Vítaspyrna var dæmd og Ólafur Karl Finsen fór ískaldur að vanda á punktinn og skoraði örugglega.

Þetta var þriðja vítaspyrna Stjörnumanna í viðureign þessara liða og hefur Ólafur Karl Finsen skorað úr öllum spyrnunum. Jöfnunarmarkið úr vítaspyrnu í leiknum ytra skoraði hann á 92. mínútu.

Skotarnir sóttu meira í síðari hálfleik en fyrsta alvöru færið átti hins vegar Arnar Már Björgvinsson eftir fínu undirbúningsvinnu Rolf Toft og frábæra stungusendingu Pablo Punyed. Skot Arnars var varið af Dan Twardzik í marki Motherwell. Daníel Laxdal átti skot í sína eigin stöng á 59. mínútu eftir nokkuð þunga sókn og varvþar ljónheppinn að skora ekki sjálfsmark. 

Á 66. mínútu náðu Skotarnir að skora jöfnunarmarkið langþráða en það kom eftir virkilega vel útfærða sókn þar sem sending barst að lokum frá Josh Law á vinstri kanti alla leið á fjærstöng þar sem Lionel Ainsworth lúrði og afgreiddi hann boltann fagmannlega á lofti í netið.

Rolf Toft skoraði hins vegar dýrmætt jöfnunarmark á 86. mínútu . Hann fékk boltann frá Atla Jóhannssyni, lék á varnarmenn Motherwell og þrumaði knettinum síðan uppi í nærhornið og allt trylltist í Garðabæ en 2:2 urðu lokatölur eftir venjulegan leiktíma og framlengja þurfti leikinn.

Ekkert var skorað í fyrri hálfleik framlengingarinnar en Atli Jóhansson skoraði algjört draumamark þegar sex mínútur voru eftir af leiknum og tryggði Stjörnunni hreint út sagt ótrúlegan sigur á Motherwell. Stjarnan mun því mæta Lech Poznan frá Póllandi í næstu umferð. Það hefur líklega sjaldan verið jafn góð stemning á knattspyrnuleik á Íslandi og var í Garðabæ þegar dómari leiksins flautaði til leiksloka.

Fylgst var með með gangi mála hér á mbl.is

Til að sjá allt sem gerist í leikjum kvöldsins, smellið á ÍSLENSKI BOLTINN Í BEINNI.

Stjarnan 3:2 Motherwell opna loka
120. mín. Það verður þremur mínútum bætt við. Spennan magnast. Stjarnan hefur boltann á vallarhelmingi Motherwell.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert