Matarr Jobe kominn til Ólafsvíkinga

Matarr Jobe í leik með Val.
Matarr Jobe í leik með Val. mbl.is/Ómar

Víkingar í Ólafsvík hafa fengið Matarr Jobe, varnarmann úr Val, lánaðan út þetta tímabil en gengið hefur verið frá félagaskiptunum.

Jobe er 22 ára Gambíumaður sem hefur verið í röðum Vals undanfarin ár og spilað með þeim 32 leiki í efstu deild. Hann missti framan af tímabilinu vegna meiðsla og hefur aðeins komið við sögu í tveimur leikjum í deildinni í sumar.

Hann var áður í láni hjá Ólafsvíkingum sumarið 2011 og spilaði þá 13 leiki með þeim í 1. deildinni. Ólafsvíkingar voru áður búnir að fá Þorstein Má Ragnarsson lánaðan frá KR, ásamt því að bæta við sig leikmönnum frá Spáni og Bandaríkjunum, og hafa því styrkt hóp sinn vel fyrir toppbaráttuna sem framundan er í 1. deildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert