Sindri: Gaf íþróttahúsinu einn bolta

Sindri Snær Magnússon í baráttunni gegn KR fyrr í sumar.
Sindri Snær Magnússon í baráttunni gegn KR fyrr í sumar. Ljósmynd/Víkurfréttir

„Þetta er yndislegt og alltaf gaman að sigra í bikarleik og framundan er úrslitaleikur á Laugardalsvellinum, mikið svakalega verður það gaman,“ sagði Sindri Snær Magnússon, leikmaður Keflavíkur, að loknum leik í kvöld eftir að Keflavík hafði slegið út Víking R. í undanúrslitum bikarkeppni karla í knattspyrnu að lokinni vítaspyrnukeppni.

„Þessi leikur var ekki mikið fyrir augað en mér er alveg sama, og mér þótti gaman í leikslok. Ég æfði vítaspyrnur í gær og setti þrjár glæsilegar, en í dag setti ég löppina nett í jörðina og gaf íþróttahúsinu einn bolta,“ sagði Sindri sem var eini Keflvíkingurinn sem klúðraði vítaspyrnu í vítakeppninni í kvöld.

Sindra virðist nokkuð sama hvort Keflavík mætir ÍBV eða KR í úrslitaleiknum. „Mér er alveg slétt sama hvort ég mæti KR eða ÍBV, en það er alveg pottþétt að við ætlum að vinna þann leik.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert