Rúnar Páll: Er í skýjunum

Rúnar Páll Sigmundsson
Rúnar Páll Sigmundsson mbl.is/Eva Björk

„Ég er náttúrulega í skýjunum með þetta, og að halda hreinu gegn mjög sterku lið er líka mjög gott hjá okkur,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Stjörnunnar eftir 1:0-sigur Stjörnunnar á pólska liðinu Lech Poznan í fyrri leik liðanna í 3. umferð Evrópudeildar UEFA í kvöld.

„Varnarleikurinn var mjög góður í 90 mínútu og Ingvar var mjög góður fyrir aftan. Þetta var frábær sigur og mjög sterkur fyrir íslenskan fótbolta,“ sagði Rúnar Páll meðal annars eftir leikinn.

„Við lögðum upp með að loka á miðjuspilið hjá þeim. Þeir komust eiginlega ekkert áleiðis en við skoruðum ansi skemmtilegt mark,“ sagði Rúnar sem býst við erfiðum útileik í næstu viku.

„Það verður mikið erfiðara verkefni í Póllandi. Stuðningsmenn Lech Poznan fylla sennilega völlinn enda þarf liðið stuðning. Það er gríðarlegur stuðningur bak við þá í Póllandi og það verður þvílík upplifun fyrir okkur." 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert