Fjarðabyggð upp í 1. deild

mbl.is/Eggert

Fjarðabyggð tryggði sér í dag sæti í 1. deild karla í knattspyrnu að ári, með því að vinna Gróttu, 3:2 á útivelli í toppslag 2. deildar í dag. Á sama tíma gerði ÍR jafntefli við Sindra, 2:2 og þar með getur aðeins Grótta náð Fjarðabyggð sem er í 1. sæti í 2. deild að stigum og Fjarðabyggð verður því í 1. deild á næsta ári.

Guðmundur Marteinn Hannesson kom Gróttu yfir á 5. mínútu í dag, en Jóhann Ragnar Benediktsson skoraði svo tvö mörk fyrir Fjarðabyggð áður en fyrri hálfleikur var á enda. Austfirðingar urðu þó fyrir því óláni að skora sjálfsmark áður en Sveinn Fannar Sæmundsson skoraði sigurmark Fjarðabyggðar á 55. mínútu.

Úrslit dagsins í 2. deild karla
Huginn - Ægir, 4:1
Njarðvík - Völsungur, 2:2
Grótta - Fjarðabyggð, 2:3
Sindri - ÍR, 2:2

Fjarðabyggð hefur nú 43 stig í 1. sæti þegar fjórar umferðir eru eftir, Grótta er í 2. sæti með 38 stig og ÍR í 3. sæti með 30 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert