Íslenski boltinn í beinni - Fer Leiknir upp?

Leiknismenn hafa leikið best allra í 1. deildinni í sumar.
Leiknismenn hafa leikið best allra í 1. deildinni í sumar. mbl.is/Eva Björk

Leiknismenn geta tryggt sér sæti í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í fyrsta sinn með sigri á Víkingi í Ólafsvík í kvöld. Þrír leikir eru á dagskrá í 1. deildinni og er fylgst með gangi mála í ÍSLENSKA BOLTANUM Í BEINNI.

Með sigri í kvöld gætu Víkingar haldið lífi í von sinni um að komast upp í Pepsi-deildina, og frestað hátíðahöldum Breiðhyltinga. Selfoss og KV eigast einnig við kl. 18.30 í gríðarlega mikilvægum fallsla. Þá eigast KA og Haukar við kl. 18.15. Leikirnir tilheyra 19. umferð sem hófst í gær með sigri Grindavíkur á HK.

Leikir kvöldsins:
18.15 KA - Haukar
18.30 Selfoss - KV
18.30 Víkingur Ó. - Leiknir R.

Að vanda fylgist mbl.is með gangi mála í öllum leikjum í ÍSLENSKA BOLTANUM Í BEINNI þar sem byrjunarliðin birtast um leið og þau berast, auk tísta af Twitter og ýmsum fróðleik.

Staðan í 1. deild: Leiknir R. 40, ÍA 36, Víkingur Ó. 31, HK 29, Þróttur R. 28, KA 26, Grindavík 26, Haukar 24, BÍ/Bolungarvík 24, Selfoss 22, KV 18, Tindastóll 3.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert