Rúnar: Orðið langsótt og erfitt

„Titillinn flaug nánast frá okkur eftir þennan leik. Við eigum enn einhverja stærðfræðilega möguleika. En þetta er orðið mjög langsótt og erfitt. Við hleyptum Stjörnunni og FH alltof langt frá okkur,“ sagði Rúnar Kristinsson þjálfari KR eftir 3:2-sigur Stjörnunnar á KR-ingum á KR-vellinum í Pepsi-deild karla í kvöld.

KR er í 3. sæti deildarinnar með 32 stig en Stjarnan með 39 stig í 2. sæti og FH með 41 stig í 1. sæti þegar liðin þrjú eiga fimm leiki eftir. 

„Fyrstu 25 mínúturnar í kvöld vorum við frábærir og stjórnuðum leiknum og hefðum getað skorað fleira en eitt mark sem við hefðum kannski þurf á að halda. En Stjarnan er með sterkt lið og kom sterk til baka,“ sagði Rúnar meðal annars eftir leikinn í kvöld.

Viðtalið við Rúnar má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert