Fylkir upp í þriðja sæti

Ragna Lóa Stefánsdóttir, þjálfari Fylkis, gat fagnað í kvöld ásamt …
Ragna Lóa Stefánsdóttir, þjálfari Fylkis, gat fagnað í kvöld ásamt leikmönnum sínum og aðstoðarmanni Hermanni Hreiðarssyni. Árni Sæberg

Fylkir færðist upp í þriðja Pepsi-deildar kvenna í kvöld þegar liðið vann Val, 2:0, á heimavelli sínum í Árbænum. Eftir markalausan fyrri hálfleik þá skoruðu leikmenn Fylkis tvö mörk á síðasta hálftíma leiksins og tryggðu sér þrjú kærkomin stig. 

Lucy Gildein skoraði fyrra mark Fylkis og sitt fimmta mark í deildinni í sumar á 62. mínútu. Lengi vel leit úr fyrir að það yrði eina mark leiksins en Sæunn Sif Hreiðarsdóttir gerði sér lítið fyrir og bætti við öðru marki einni mínútu fyrir leikslok og aðeins þremur mínútum eftir að hún hafði komið inn á sem varamaður gegn sínum gömlu samherjum. 

Þessi viðureign í Árbæ markaði upphaf 15. umferðar Pepsi-deildar kvenna sem lýkur á miðvikudagskvöldið með fjórum leikjum. 

Stjarnan er sem fyrr efst í deildinni með 37 stig, Breiðablik 31, Fylkir 29 og Þór/KA hefur 27 stig en hefur eins og Stjarnan og Breiðablik leikið einum leik færra en Fylkir.  Valur sem fyrr í 6. sæti með 22 stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert