Sigurbjörn hættir með Haukana

Sigurbjörn Hreiðarsson í leik með Haukunum.
Sigurbjörn Hreiðarsson í leik með Haukunum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sigurbjörn Hreiðarsson mun láta af störfum sem þjálfari 1. deildarliðs Hauka í knattspyrnu eftir tímabilið.

Sigurbjörn staðfestir þetta í samtali við fotbolti.net en hann tók við þjálfun Hafnarfjarðarliðsins fyrir tímabilið eftir að hafa verið aðstoðarmaður Ólafs Jóhannessonar með liðið.

„Ég tilkynnti á æfingu áðan að ég muni hætta með Haukana eftir síðasta leik. Við höfum talað saman og skiljum í góðu enda hef ég átt þrjú mjög góð ár hjá Haukum,“ segir Sigurbjörn í viðtali við fotbolti.net en fyrir lokaumferðina í 1. deildinni sem fram fer um næstu helgi eru Haukarnir í 8. sætinu með 29 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert