Þrír Valsmenn í bann

Jón Ragnar Jónsson spilar ekki gegn Fram um næstu helgi.
Jón Ragnar Jónsson spilar ekki gegn Fram um næstu helgi. mbl.is/Ómar Óskarsson

Níu leikmenn úr Pepsi-deild karla í knattspyrnu voru úrskurðaðir í leikbönn á fundi aga- og úrskurðarnefndar KSÍ í dag.

Meðal helstu tíðinda er þau að Valsmenn verða með þrjá leikmenn í banni þegar þeir taka á móti Þórsurum í Pepsi-deildinni á sunnudaginn og Einar Orri Einarsson úr Keflavík var úrskurðaður í tveggja leikja bann en hann fékk að líta sína aðra brottvísun þegar hann fékk rauða spjaldið gegn Stjörnunni á sunnudaginn.

Leikmennirnir níu sem voru úrskurðaðir í bann voru:

Jón Ragnar Jónsson, FH*
Oddur Ingi Guðmundsson, Fylki
Einar Orri Einarsson, Keflavík (2 leikir)
Iain Williamson, Val*
Kristinn Freyr Sigurðsson, Val*
Sigurður Egill Lárusson, Val*
Pape Mamadou Faye, Víkingi*
Ármann Pétur Ævarsson, Þór*
Orri Sigurjónsson, Þór*

*Bönnin taka gildi á föstudaginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert