Fær Stjarnan hjálp frá KR?

FH-ingar tróna á toppi deildarinnar en eru aðeins tveimur stigum …
FH-ingar tróna á toppi deildarinnar en eru aðeins tveimur stigum á undan Stjörnunni. mbl.is/Golli

Fjögur efstu lið Pepsi-deildar karla leika í dag innbyrðis og þar með lýkur loks 14. umferðinni sem fór að mestu fram í byrjun ágúst. Leikjum FH og KR, og Víkings R. og Stjörnunnar, var frestað vegna leikja í Evrópukeppnum en fara fram kl. 17 í dag og að þeim loknum munu liðin 12 í deildinni öll eiga 3 leiki eftir.

FH og Stjarnan eru í harðri baráttu um Íslandsmeistaratitilinn og hafa enn ekki tapað leik í sumar. FH-ingar hafa tveggja stiga forskot og mun betri markatölu, en þeir eiga eftir leiki við Fram (h), Val (ú) og Stjörnuna (h). Stjarnan á eftir að mæta Fjölni (ú), Fram (h) og svo FH í leik sem hæglega gæti því orðið úrslitaleikur.

KR-ingar eru níu stigum frá toppnum og úr leik í baráttunni um titilinn en þeir gætu hæglega sett strik í reikninginn hjá FH-ingum í Krikanum í dag. FH hefur raunar ekki tapað leik í deildinni síðan liðið mætti einmitt KR í ágúst í fyrra! Liðin mættust í æsispennandi leik á gervigrasinu í Laugardal í byrjun sumars þar sem Kristján Gauti Emilsson skoraði eina markið, en KR hefndi fyrir það með sigri í bikarnum skömmu síðar, þar sem Baldur Sigurðsson skoraði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert