Bergsveinn: Við erum hundsvekktir

Bergsveinn Ólafsson, til hægri.
Bergsveinn Ólafsson, til hægri. mbl.is/Golli

„Við erum hundsvekktir. Við fengum fjögur dauðafæri til þess að vinna leikinn," sagði Bergsveinn Ólafsson fyrirliði og miðvörður Fjölnis eftir markalausa jafnteflið við Stjörnuna í Pepsi-deild karla í fótbolta á Fjölnisvelli í kvöld.

„Mér fannst við vera betri aðilinn. Þeir voru kannski aðeins með yfirhöndina í seinni hálfleik en sköpuðu sér ekki neitt. Mér fannst við klárlega eiga þrjú stig skilin úr þessum leik," sagði Bergsveinn.

„Við tökum stigið, það hefði verið miklu betra að fá þrjú, en við héldum hreinu og það höfum við ekki gert síðan í fyrstu umferðinni, og ég tek það sem mjög jákvæðan hlut úr þessum leik. Við komum með mikið sjálfstraust í þennan leik eftir sigurinn á Fram, og gerum það áfram. Við höfum verið betri aðilinn í síðustu tveimur leikjum og við berjumst áfram. Okkar markmið frá upphafi hefur verið að halda okkur í deildinni og nú eru tveir erfiðir leikir eftir, sem við ætlum að klára með sæmd," sagði Bergsveinn Ólafsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert