Styttri leið til Rússlands

Íslenska landsliðið fagnar seinna markinu í sigurleiknum gegn Hollandi.
Íslenska landsliðið fagnar seinna markinu í sigurleiknum gegn Hollandi. mbl.is/Ómar

Mögnuð byrjun íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu í undankeppni EM hefur ekki aðeins gert leiðina í lokakeppni mótsins í Frakklandi á næsta ári greiðari. Hún hefur einnig komið Íslandi enn ofar á styrkleikalista FIFA, í sitt efsta sæti frá upphafi, nefnilega 28. sæti.

Þessi staða gefur Íslendingum montrétt, enda efstir Norðurlandabúa og í fyrsta sinn frá upphafi fyrir ofan Dani og Svía, en staðan gefur einnig raunverulegan ávinning. Ekki reyndar strax, heldur þegar dregið verður í undanriðla fyrir næsta heimsmeistaramót, sem fram fer í Rússlandi 2018.

Sjá fréttaskýringuna í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert