Ferill Ingimundar hófst fyrir alvöru í Árbænum

Ingimundur Níels Óskarsson, snéri aftur til Fylkis í dag og skrifaði undir þriggja ára samning eftir tveggja ára dvöl hjá FH. Fylkir hefur þá endurheimt bæði Ingimund og Albert Ingason sem fóru frá Fylki til FH á sínum tíma.

Eftir tíðindi síðustu tveggja daga þá virðist FH ekki vera með hægri kantmann í augnablikinu því í gær samdi Ólafur Páll Snorrason við Fjölni.

Ingimundi líst vel á næsta tímabil í Árbænum og segir Fylkismenn hljóta að setja stefnuna á Evrópusæti. Hann tók Fylki fram yfir þrjú önnur félög í efstu deild sem sýndu honum áhuga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert