Ólína samdi til tveggja ára

Ólína G. Viðarsdóttir í Fylkisbúningnum ásamt dóttur sinni Bergþóru Hönnu …
Ólína G. Viðarsdóttir í Fylkisbúningnum ásamt dóttur sinni Bergþóru Hönnu og Margréti Gunnarsdóttur, gjaldkera, meistaraflokksráðs kvenna hjá Fylki. Ljósmynd/Einar Ásgeirsson

Fylkir hefur staðfest frétt mbl.is frá því fyrr dag þess efnis að Ólína G. Viðarsdóttir sé gengin í raðir Fylkis.

Í fréttatilkynningu frá Fylki segir;

„Ólína G Viðarsdóttir skrifaði í dag undir tveggja ára samning við Fylki. Þetta er gríðarlega mikill liðsstyrkur fyrir Félagið. Ólína hefur spilað 70 A landsleik og skorað í þeim 2 mörk, 17 leiki með u-21 árs liðinu og 4 leiki með u-17. 

Ólína var atvinnumaður í nokkur ár í Svíþjóð og Englandi. Á Íslandi hefur hún spilað með Grindavík, Breiðablik, KR og nú síðast Val, alls153 leiki og skorað í þeim 41 mark.

Við bjóðum Ólínu velkomna í Fylki. Stefnan er að fá fleiri öfluga leikmenn í Árbæinn.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert