Ingimundur með tvö og Jói Kalli sá rautt

Albert Brynjar Ingason skoraði eitt mark fyrir Fylki í kvöld.
Albert Brynjar Ingason skoraði eitt mark fyrir Fylki í kvöld. mbl.is/Eggert

Fylkismenn unnu sinn þriðja sigur í A-deild Lengjubikars karla í knattspyrnu í kvöld þegar þeir skelltu Þrótturum í Egilshöll, 4:1.

Jóhannes Karl Guðjónsson, miðjumaðurinn reyndi hjá Fylki, fékk að líta rauða spjaldið en hann gekk í raðir félagsins frá Fram í vetur.

Ingimundur Níels Óskarsson skoraði tvívegis fyrir Fylkismenn og Albert Brynjar Ingason einu sinni og staðan var orðin 3:0 eftir hálftíma leik.

Þróttarar gáfust hins vegar ekki upp minnkaði Jón Kaldal muninn fyrir þá en Ásgeir Örn Arnþórsson slökkti allar vonir Þróttara þegar hann skoraði fjórða mark Árbæinga. Upplýsingar um markaskorarar eru frá fotbolti.net.

Fylkismenn hafa tíu stig eftir fjóra leiki og er í 1. sæti riðils 1. HK og FH hafa sex stig í 2. og 3. sætinu, Þróttarar fjögur, Breiðablik eitt, Víkingur Ó. eitt og þá eru ÍBV og BÍ/Bolungarvík án stiga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert