Skipulagðir Fjölnismenn tóku stigin þrjú

Þórir Guðjónsson skallar boltann í leiknum gegn ÍBV í dag. …
Þórir Guðjónsson skallar boltann í leiknum gegn ÍBV í dag. Devon Már Griffin, t.h., lék sinn fyrsta leik í efstu deild. mbl.is/Árni Sæberg

Fjölnir sigraði ÍBV 1:0 á Fjölnisvelli í fyrsta leik umferðarinnar í Pepsi-deild karla í knattspyrnu, en spilað var í sól og blíðu.

Fjölnismenn voru töluvert beittari í fyrri hálfleik en þeir Aron Sigurðarson og Þórir Guðjónsson voru í því að ógna marki Eyjamanna.

Gestirnir voru einfaldlega ekki klárir í fyrstu umferð deildarinnar, en liðinu tókst þó að halda út hálfleikinn.

Þórir Guðjónsson kom Fjölnismönnum verðskuldað yfir á 49. mínútu leiksins. Hann slapp í gegnum vörn Eyjamanna og kláraði af yfirvegun framhjá Guðjóni Orra Sigurjónssyni í markinu.

Aron Sigurðarson fékk gullið tækifæri til að bæta við öðru marki stuttu síðar er hann átti skot í þverslá, en boltinn hafði þá viðkomu af varnarmanni Fjölnis.

Fjölnir bar því sigur úr býtum í kvöld 1:0, en liðið er því með þrjú stig eftir fyrstu umferð.Næsti leikur er gegn Fylki 11. maí næstkomandi.

Fylgst er með gangi mála hér á mbl.is.

Fylgst er með öllu sem gerist í öllum leikjum dagsins í ÍSLENSKA BOLTANUM Í BEINNI þar sem einnig birtist ýmiss konar fróðleikur og athugasemdir tengdar leikjunum.

Fjölnir 1:0 ÍBV opna loka
90. mín. ÍBV fær hornspyrnu
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert