Kom heim til að núllstilla mig og spila

mbl.is/Skúli Jón Friðgeirsson
mbl.is/Skúli Jón Friðgeirsson mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Það voru margir leikmenn úr Pepsi-deildinni sem sýndu góð tilþrif með liðum sínum í 4. umferð deildarinnar í fyrrakvöld.

Skúli Jón Friðgeirsson, miðvörður KR-inga, var einn þeirra en Skúli skoraði annað mark sinna manna í 3:1 útisigri liðsins á móti Fylki og var eins og klettur í hjarta varnarinnar. Skúli er að mati Morgunblaðsins leikmaður 4. umferðarinnar.

„Það var mjög gott að geta fylgt eftir sigrinum á móti Fjölni með útisigri á móti sterku liði Fylkis. Þetta var kannski ekki fallegur sigur en það var nauðsynlegt fyrir okkur að fá þrjú stig og ekki síst þegar við spilum ekki okkar besta leik. Við megum ekki misstíga okkur mikið þar sem stigasöfnun okkar í fyrstu tveimur leikjunum var ekki mikil.

Maður heyrði hinar og þessar raddir tala um okkur eftir tvo fyrstu leikina þar sem við vorum með eitt stig en það var enginn skjálfti kominn í hópinn,“ sagði Skúli Jón við Morgunblaðið en þessi 27 ára gamli varnarmaður sneri heim úr atvinnumennskunni í vetur og tók upp þráðinn með KR-ingum sem hann spilaði með síðast árið 2011.

Sjá allt viðtalið við Skúla Jón í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert