Pape hættur að spila með Víkingi

Pape Mamadou Faye
Pape Mamadou Faye Eva Björk Ægisdóttir

Pape Mamadou Faye, leikmaður Víkings í Pepsi-deild karla í knattspyrnu, er hættur að leika með liðinu, en þetta kemur fram á Vísi í dag.

Þessi öflugi framherji samdi við Víking árið 2012 er hann kom frá Grindavík, en hann hefur reynst liðinu ansi dýrmætur síðustu tvö tímabil.

Hann hefur leikið í öllum leikjum Víkings í Pepsi-deildinni á þessari leiktíð, en byrjaði á bekknum gegn Stjörnunni í síðustu umferð.

Samkvæmt heimildum Vísis þá tilkynnti hann leikmönnum Víkings í gær að hann ætlaði sér ekki að vera áfram í herbúðum félagsins og væri hreinlega hættur.

Leikmaður Víkings hefur staðfest við íþróttadeild mbl.is að Pape hafi tilkynnt þeim í gær að hann sé hættur að leika með félaginu.

Hann er á samning hjá Víking út tímabilið, en óvíst er um framhaldið hjá honum þar sem félagaskiptiglugginn lokaði síðasta föstudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert